Vilt ÞÚ vera með?

List án landamæra 2011 

Vilt þú vera með?  

 

Nú er undirbúningur hafinn fyrir List án landamæra 2011. 

Samstarfsaðilar í stjórn hátíðarinnar eru sem áður: Fjölmennt - fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak - félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp.

Sem fyrr verður hátíðin haldin um land allt á tímabilinu, frá lokum apríl-mánaðar og fram í miðjan maí. 


Ef þú hefur áhuga á þátttöku eða þekkir einhvern sem gæti haft áhuga þá máttu gjarnan setja þig í samband við okkur. Bæði er möguleiki að taka þátt í einhverjum af þeim viðburðum sem við verðum með á dagskrá eða koma með nýja viðburði inn í dagskrána.

Hátíðin er hugsuð sem samstarfsverkefni og því ræðst dagskráin af þátt-takendum.  

Hugmyndir að viðburðum eru: Opin hús, litlar og stórar myndlistarsýningar, tónleikar eða tónlistarflutningur, upplestur, þátttaka í samsýningum, leiklistar-viðburðum og svo mætti áfram lengi telja. Við munum aðstoða eftir þörfum við skipulag og við að finna aðstöðu fyrir viðburði. 

Hlökkum til að heyra frá ykkur.  

 

Bestu kveðjur, Fh, stjórnar Listar án landamæra,

Margrét M. Norðdahl

s: 691-8756

listanlandamaera@gmail.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband