Fjölskyldusöngleikurinn Sarínó-sirkusinn!
15.5.2010 | 15:24
Fjölskyldusöngleikurinn Sarínó-sirkusinn verður frumsýndur á litla sviði Borgarleikhússins þriðjudaginn 18. maí kl. 19:00. Önnur sýning verður miðvikudaginn 19. maí, en uppselt er á þær báðar!
Uppsetning Sarínó-sirkussins kemur til af samstarfi Listar án landamæra, Hins Hússins, Leynileikhússins og Borgarleikhússins, en auk þeirra styrkti Minningarsjóður Fjólu og Lilju Ólafsdætra verkefnið myndarlega. Leikritið er höfundarverk Agnars Jóns Egilssonar og Halls Ingólfssonar, en fjölmargir listamenn, leiknir og lærðir, koma að verkinu.
List án landamæra hefur stuðlað að því að koma á samstarfi og opnun á milli hópa og ólíkra einstaklinga og er Sarínó sirkusinn frábært dæmi um slíkt samstarf. Áhorfendum er boðið á alvöru leiksýningu öflugs leikhóps þar sem einu gildir hvort leikarar séu fatlaðir eða ófatlaðir.
Aðstandendur Sarínó-sirkussins:
Listrænir stjórnendur:
Agnar Jón Egilsson, Hallur Ingólfsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Svanhvít Thea Árnadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Magnús Arnar Sigurðarson, Arnar Gauti Markússon, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Vigdís Másdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Óskar Reimarsson, Ásta Sóley Haraldsdóttir og Gígja Heiðarsdóttir.
Leikarar:
Ásdís Ásgeirsdóttir, Áslaug Lárusdóttir, Ásta Hlöðversdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Erla Kristín Pétursdóttir, Guðrún Ósk Ingvarsdóttir, Gunnar Þorkell Þorgrímsson, Halldór Steinn Halldórsson, Hildur Ýr Viðarsdóttir, Jakob van Oosterhout, Júlíus Pálsson, Karen Alda Mikaelsdóttir, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Ólafur S.K. Þorvaldz, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Telma Huld Jóhannesdóttir, Þór J. Þormar, Þórný Helga Sævarsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Ilmur Kristjánsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson skipta með sér gestahlutverki á þessum tveimur sýningum.