Forsíðumynd dagskrárbæklingsins 2010

Forsíðumynd dagskrárbæklings hátíðarinnar 2010 hefur verið valin:

 

kristinn_977950.jpg

 

Myndin í ár er verk listamannsins Kristins Þórs Elíassonar, en hann mun taka þátt í tveimur viðburðum Listar án landamæra í vor. Hann mun sýna verk á Kaffi Mokka ásamt Elínu Önnu Þórisdóttur myndlistarkonu og einnig mun hann taka þátt í samsýningu í Hafnarborg, ásamt hópi listafólks frá Læk í Hafnarfirði.

Við óskum Kristni til hamingju með forsíðuna, en þessi frábæra mynd hans er kannski lýsandi fyrir sköpunarkraftinn og gleðina sem einkennir þátttakendur Listar án landamæra.

Einnig viljum við þakka kærlega fyrir allar hinar frábæru myndirnar sem sendar voru inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband