ÞJÓFSTART og HEMMINN Á HÚSAVÍK

Í dag, laugardag er margt um að vera á Húsavík, Hemmi Gunn mætir á opnunarhátíð og tekur við fyrsta Hemmanum hennar Þorgerðar Þórðardóttur! Og það er síðasti séns á að sjá Fiðrildi í Bókabúð Þórarins Stefánssonar. Á sunnudaginn er frumsýning leikritsins Búkolla í samkomuhúsinu.

 Góða skemmtun um helgina Húsvíkingar!!!!

Fiðrildi - tákn frelsis og fegurðar, ferðast yfir öll landamæri.

Tími: 10-18 (10-6)

Í gluggum Bókabúðar Þórarins Stefánssonar.

Garðarsbraut 9, 640 Húsavík

 Samsýning nemenda þriggja skólastiga: Leikskólinn Grænuvellir, Borgarhólsskóli, Framhaldsskólinn á Húsavík. Á sýningunni má sjá fiðrildi úr fjölbreyttum efnivið.
Sýningin stendur til 13. apríl.

 

13. apríl, laugardagur

 Opnunarhátíð á Húsavík

Þorgerður Björg Þórðardóttir sýnir í Menningarmiðstöð Þingeyinga

Tími: 14 (2)

Stóragarði 17
640 Húsavík

 Kynnar á opnun hátíðarinnar eru: Ólafur Karlsson og Sigríður Hauksdóttir

Hátíðin List án Landamæra verður sett á Húsavík. Þorgerður Björg Þórðardóttir listakona mun afhenda fjölmiðlamanninum Hermanni Gunnarsyni fyrsta Hemmann sem er gleðigjafi úr leiserskornum mdf plötum. Í tilefni af List án landamæra málaði Gerða fjöldan allan af myndum af Hemma Gunn sem hún fór svo með í Hönnunarverksmiðjuna á Húsavík, til Arnhildar Pálmadóttur arkitekts. Þar var Hemmi Gunn skannaður inn í tölvu og skorinn út með leisergeisla og til varð Hemminn gleðigjafi.

Einkasýning Þorgerðar Bjargar Þórðardóttur opnuð, sýndir verða Hemmar.
Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður verður með erindi um gleðina

Leikhópurinn Suðurskautið mun kynna hlutverk sín í leikritinu Búkollu.
Söngatriði með Ásgrími Sigurðssyni og Sigurði Illugasyni.
Sýning Þorgerðar stendur til 20. apríl. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10-16

 

14. apríl, sunnudagur

Leikritið Búkolla
Tími: 14 (2)

Frumsýning
Tími: 16 (4)

Seinni sýning
Samkomuhúsinu
Garðarsbraut 22, 640 Húsavík

Leikhópurinn Suðurskautið sýnir leikritið Búkollu í leiksstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur. Sýndar verða tvær sýningar á Húsavík og ein á Akureyri, laugardaginn 27. apríl.

Aðgangseyrir 500 kr. á sýningarnar á Húsavík. Leikarar eru: Anna María Bjarnadóttir, Bryndís Edda Benediktsdóttir, Einar Annel Jónsson, Erla Ýr Hansen, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir, Kristbjörn Óskarsson, Lena Kristín Hermannsdóttir, Rut Guðnýjardóttir, Sylgja Rún Helgadóttir, Þorgerður Björg Þórðardóttir, Lindi Sigmundsson, Alda Sighvatsdóttir, Guðrún Sigríður Grétarsdóttir og fleiri gestaleikarar. Tæknimaður: Axel Þórarinsson. Búningar: Guðrún Jónsdóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband